Helle Thorning-Schmidt, forsætisráðherra Danmerkur, nýtur ekki mikils stuðnings ef marka má niðurstöður nýrrar Gallup-könnunar þar sem spurt er um traust til stjórnmálamanna.
Meirihluti danskra kjósenda segjast ekki treysta Thorning-Schmidt. Almenningur var spurður um afstöðu sína gagnvart 16 helstu stjórnmálamönnum Danmerkur. Könnunin var gerð í síðasta mánuði fyrir Berlingske.
Trúverðugleiki forsætisráðherrans, sem er leiðtogi jafnaðarmanna, er minni en samflokksmanna sinna atvinnuvegaráðherrans Metta Fredriksen og fjármálaráðherrans Bjarne Corydon. Þá þykir hún hafa minni persónutöfra en Anders Samuelsen, leiðtogi Frjálslynda bandalagsins, og Lars Løkke Rasmussen, fyrrverandi forsætisráðherra landsins og leiðtogi Venstre.
Fram kemur að allt frá árinu 2007 hafi dregið úr trúverðugleika Thorning-Schmidt.
Bo Bredgaard, sem er sérfræðingur í pólitískum samskiptum, segir að þetta séu skelfilegar niðurstöður fyrir forsætisráðherrann.