Fána Evrópusambandsins var flaggað á forsetahöllinni í Prag, höfuðborg Tékklands, í dag í fyrsta sinn en nýr forseti, Milos Zeman, hefur nú tekið við lyklavöldum í höllinni. Forveri hans í embætti, Vaclav Klaus sem hefur lengi verið mjög gagnrýninn á sambandið, neitaði að flagga fánanum á forsetahöllinni að því er segir á fréttavefnum Euobserver.com.
Fram kemur í fréttinni að Zeman hafi flaggað fánanum með táknrænum hætti við hlið forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Josés Manuels Barroso.