Bresk stjórnvöld hafa varað þegna sína við því að ferðast til Mogadishu, höfuðborgar Sómalíu, vegna gruns um að hryðjuverkaárás sé í vændum. „Við höfum breytt tilmælum okkar vegna ferðalaga til Sómalíu,“ segir í tilkynningu sem send var út í kvöld.
Í tilkynningunni segir einnig að umræddar ráðleggingar séu tilkomnar vegna stöðugrar og mikillar hættu á hryðjuverkum í landinu og vegna gruns um að hryðjuverkamenn muni láta til skarar skríða í Mogadishu á næstunni.
Þá eru Bretar varaðir við mikilli hættu sem stafar af uppreisnarmönnum í landinu.