Krefjast aftöku bloggara

Hundruð þúsunda íslamista mótmæltu í Dhaka í Bangladess í dag og kröfðust aftöku trúleysingja úr röðum bloggara fyrir að guðlasta.

Spenna hefur magnast í landinu milli stuðningsmanna stærsta íslamska stjórnmálaflokksins, Jamaat-e-Islami, og efasemdamanna en réttarhöld fara nú fram yfir leiðtogum íslamska flokksins fyrir stríðsglæpi sem framdir voru í árið 1971 er barist var fyrir sjálfstæði landsins.

„Guð er góður, hengið trúleysingjana sem blogga,“ hrópaði fólkið í dag.

Til átaka hefur komið milli hópanna og í dag hafa tveir leiðtogar samtaka efasemdamanna, Awami, látið lífið. 96 hafa þá látist vegna ofbeldis í kjölfar réttarhaldanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert