Börn létust í árás NATO

Tólf óbreytt­ir borg­ar­ar, tíu börn og tvær kon­ur, eru sagðir hafa lát­ist í loft­árás NATO í aust­ur­hluta Af­gan­ist­ans. Sex kon­ur til viðbót­ar eru sagðar slasaðar eft­ir árás­ina, að því er fram kem­ur í frétt BBC.

Þorps­bú­ar segja við BBC að fólkið hafi verið inni í hús­um sín­um er árás­in var gerð.

NATO staðfest­ir að árás­in hafi átt sér stað en seg­ist ekki hafa nein­ar upp­lýs­ing­ar um mann­fall.

Stjórn­völd í héraðinu segja að átta talíbansk­ir skæru­liðar hafi einnig lát­ist í loft­árás­inni. Þeir segja að við árás­ina hafi hús í þrem­ur þorp­um hrunið.

Þau segja að árás­in hafi verið gerð í sam­starfi NATO og af­ganska hers­ins.

Árás­in mun hafa staðið í marg­ar klukku­stund­ir og skot­hríð verið á báða bóga.

Svæðið sem ráðist var á er ná­lægt pakistönsku landa­mær­un­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert