Braust inn og nauðgaði tveimur konum

AFP

Lög­regl­an í Oxford­skíri leit­ar manns sem braut kyn­ferðis­lega gegn tveim­ur kon­um og braust inn á heim­ili þeirra er þær voru í fasta svefni. 

Maður­inn braust inn á heim­ili kvenn­anna snemma í gær­morg­un í Bicester í Oxford­skíri.

Lög­regl­an seg­ir að maður­inn hafi beitt fyrri kon­una sem lá sof­andi í sófa kyn­ferðisof­beldi. Hann hafi flúið af vett­vangi er hún vaknað og gripið leikja­tölvu með sér.

Hann réðst svo á aðra konu í öðru húsi. Þaðan stal hann ýms­um hlut­um og flúði er kon­an vaknaði, að því er fram kem­ur í frétt BBC.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert