Breski sjálfstæðisflokkurinn með 17% fylgi

Tower Bridge í London.
Tower Bridge í London. mbl.is/Hjörtur

Breski sjálfstæðisflokkurinn (UK Independence Party) mælist með 17% fylgi samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar sem birtar eru á fréttavef breska dagblaðsins Guardian í dag en flokkurinn, sem berst einkum fyrir því að Bretland segir skilið við Evrópusambandið, hefur bætt við sig miklu fylgi í könnunum undanfarna mánuði.

Fram kemur í fréttinni að Verkamannaflokkurinn mælist með mest fylgi eins og í fyrri skoðanakönnunum og fengi 38% ef þingkosningar færu fram í Bretlandi nú ef marka má könnunina. Íhaldsflokkurinn fengi hins vegar 28% fylgi og Frjálslyndir demókratar, sem mynda núverandi samsteypustjórn með íhaldsmönnum, mælast með einungis 8% en þeir hlutu 22% í síðustu kosningum.

Skoðanakönnunin var gerð dagana 2.-4. apríl og náði til 1.948 einstaklinga.

Frétt Guardian

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka