Neitar ásökunum um leynireikninga

Laurent Fabius
Laurent Fabius AFP

Utanríkisráðherra Frakklands, Laurent Fabius, segir ekkert hæft í fréttum um að hann hafi átt bankareikning í Sviss. Franska ríkisstjórnin glímir nú við hneyksli tengdu bankareikningum ráðherra í útlöndum.

Fabius segir að ekkert sé hæft í frétt franska dagblaðsins Liberation í dag um að hann eigi bankareikning í nágrannaríkinu Sviss. Enginn fótur sé fyrir fréttinni.

Að sögn Fabius íhugar hann að höfða mál gegn blaðinu til þess að koma í veg fyrir að birtar séu fréttir sem enginn fótur er fyrir annað en rangar heimildir.

Fyrirsögnin í Liberation, „Une possible affaire Fabius tétanise l’Elysée“ eða Mögulegt hneyksli Fabius lamar forsetahöllina.

Í fréttinni er fjallað í löngu máli um fjármál ráðherrans án þess að hvergi séu neinnar sönnur lagðar fram um eignir hans í erlendum bönkum. Heldur vísað í frétt Mediapart fréttavefjarins sem kom upp um leynireikninga Jerome Cahuzac, þáverandi fjárlagaráðherra, í síðustu viku. Þurfti ráðherrann að segja af sér í kjölfarið. 

Frétt Liberation

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert