Hrollvekjandi áróður Norður-Kóreu

Ríkissjónvarp Norður-Kóreu hefur tekið til sýninga áróðursþætti til að undirbúa þjóðina undir stríð gegn Suður-Kóreu og Bandaríkjunum. Fyrir utanaðkomandi virka þættirnir án nokkurs vafa hrollvekjandi.

Á meðfylgjandi myndskeiði má sjá brot úr einum slíkum þætti, af heræfingu. Þar er illvígum hundum sigað á brúðum í líkamsstærð sem klæddar hafa verið upp eins og Kim Kwan-jin, varnarmálaráðherra Suður-Kóreu. Hundarnir bíða ekki boðana þegar þeim er sleppt, fella brúðuna fljótt og örugglega í jörðina og bíta á háls hennar.

„Þessi bastarður níðir þjóð okkar og lítillækkar með heimskulegum ummælum sínum. Hvernig getum við sætt okkur við það?“ spyr einn þeirra hermanna sem tekur þátt í æfingunni. „Okkar fyrsta takmark er að fjarlægja hann og berja til dauða.“

Þá má sjá hermenn æfa skotfimi með skammbyssum og hríðskotarifflum. Skotmarkið er það sama, Kim Kwan-jin. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert