Hvað verður um kjarnorkuúrganginn?

Stjórn­völd í Þýskalandi ákváðu í dag að hefja nýja leit að hent­ug­um stað þar sem hægt verður að geyma all­an kjarn­orku­úr­gang í land­inu. Und­an­farna þrjá ára­tugi hef­ur þjóðin verið klof­in í mál­inu og eng­in end­an­leg niðurstaða feng­ist.

Rík­is­stjórn­in hyggst setja á fót sér­fræðinefnd fyr­ir lok árs 2015. Hlut­verk henn­ar verður að leita að hent­ug­um stað neðanj­arðar til að geyma úr­gang­inn, sem kom frá kjarn­orku­ver­um lands­ins, um alla ei­lífð.  Staðsetn­ing á að liggja fyr­ir árið 2031.

Rík­is­stjórn Ang­elu Merkel, kansl­ara Þýska­lands, ákvað eft­ir kjarn­orku­slysið í Fukus­hima í Jap­an árið 2011 að draga úr notk­un kjarn­orku og er stefnt að því að al­farið verði hætt að nota kjarn­orku árið 2022. Í staðinn hyggj­ast stjórn­völd ein­blína á vind- og sól­ar­orku auk annarra end­ur­nýj­an­legra orku­gjafa.

Það á hins veg­ar eft­ir að svara spurn­ing­unni end­an­lega hvað eigi að gera við all­an kjarn­orku­úr­gang­inn sem varð til í kjarn­orku­ver­un­um í Þýskalandi á mörg­um ára­tug­um. Um er að ræða mörg þúsund tonn af úr­gangi.

Bú­ist er við að málið verði eitt af kosn­inga­mál­un­um í Þýskalandi en það stytt­ist í að nú­ver­andi kjör­tíma­bili ljúki og Merkel mun sækj­ast eft­ir þriðja kjör­tíma­bil­inu sem kansl­ari lands­ins.

Úrgang­ur­inn hef­ur verið geymd­ur til bráðabirgða í Gor­le­ben í Neðra-Saxlandi. Frá því á ní­unda ára­tug síðustu ald­ar hafa kjarn­orku­and­stæðing­ar staðið fyr­ir fjöl­menn­um mót­mæl­um og hafa þeir m.a. reynt að koma í veg fyr­ir flutn­ing á kjarn­orku­úr­gangi til Gor­le­ben. Margsinn­is hef­ur slegið í brýnu á milli þeirra og lög­regl­unn­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert