Mikill meirihluti Þjóðverja vill halda í evruna sem gjaldmiðil Þýskalands samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar sem gerð var fyrir þýska viðskiptablaðið Handelsblatt.
Samtals vilja 69% Þjóðverja halda í evruna sem er mesti stuðningur við hana í Þýskalandi síðan gjaldmiðillinn var tekinn í notkun fyrir 11 árum síðan. Einungis 27% vilja taka þýska markið upp á ný ef marka má könnunina.
Fram kemur að stuðningur við evruna sé mestur í röðum þeirra sem hafa hæstar tekjur.