Í verkfalli vegna vasaþjófa

Starfsmenn Louvre hafa fengið sig fullsadda af vasaþjófum.
Starfsmenn Louvre hafa fengið sig fullsadda af vasaþjófum. ALEXANDER KLEIN

Louvre-safnið í París var lokað í dag vegna mótmæla starfsfólks safnsins yfir yfirgangi vasaþjófa. Starfsmenn segja að vasaþjófar, sem sumir séu á barnsaldri, steli bæði frá starfsfólki og gestum safnsins.

Um 200 starfsmenn tóku þátt í mótmælunum. Stjórnendur safnsins segja að þeir hafi óskað eftir því að lögreglan gerði meira til að takast á við vasaþjófa.

Um 100 starfsmenn Louvre komu saman í dag fyrir framan menningarmálaráðuneyti Frakklands þar sem þeir lögðu áherslu á að stjórnvöld gerðu meira til að takast á við þetta vandamál.

Christelle Guyader, talsmaður verkalýðsfélagsins sem skipulagði vinnustöðvunina, segir að það sé svo komið að starfsmenn óttist að mæta í vinnuna. Vasaþjófar gerist sífellt aðgangsharðari. Þeir vinni saman í hópum.

Louvre er eitt fjölsóttasta safn í heimi. Á safninu er mörg heimsþekkt listaverk, m.a. Mona Lisa eftir Leonardo da Vinci.

Mona Lisa er til sýnis í Louvre í París.
Mona Lisa er til sýnis í Louvre í París.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert