Versti glæpur í sögu Serbíu

Þorpið Velika Ivanca var vettvangur voðaverka í gær.
Þorpið Velika Ivanca var vettvangur voðaverka í gær. AFP

Þjóðarsorg ríkir nú um gjörvalla Serbíu eftir að karlmaður myrti 13 ættingja og vini sína aðfaranótt gærdagsins, þar af ungan son sinn.  „Þetta er versti glæpur í sögu Serbíu,“ segir í fyrirsögn eins dagblaða landsins. 

Maðurinn er  sextugur fyrrverandi hermaður, hann gekk hús úr húsi og skaut fólkið að næturlagi, er það lá sofandi í rúmum sínum, í þorpinu Velika Ivanca sem er skammt frá höfuðborginni Belgrad. Að voðaverkinu loknu skaut hann á eiginkonu sína og skaut sjálfan sig í höfuðið. Eiginkonan lifði af og er ekki alvarlega særð, en skotmaðurinn er í lífshættu.

Ekki er vitað hvað manninum gekk til.

Starfsmenn kirkjugarðsins í bænum undirbúa nú sameiginlega útför fólksins, sem mun líklega verða haldin í lok vikunnar. 

Frétt mbl.is: Skaut ættingja og vini til bana

mbl.is

Bloggað um fréttina

  • Engin mynd til af bloggara Ásgrímur Hartmannsson: Ha?
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert