Versti glæpur í sögu Serbíu

Þorpið Velika Ivanca var vettvangur voðaverka í gær.
Þorpið Velika Ivanca var vettvangur voðaverka í gær. AFP

Þjóðarsorg rík­ir nú um gjörv­alla Serbíu eft­ir að karl­maður myrti 13 ætt­ingja og vini sína aðfaranótt gær­dags­ins, þar af ung­an son sinn.  „Þetta er versti glæp­ur í sögu Serbíu,“ seg­ir í fyr­ir­sögn eins dag­blaða lands­ins. 

Maður­inn er  sex­tug­ur fyrr­ver­andi hermaður, hann gekk hús úr húsi og skaut fólkið að næt­ur­lagi, er það lá sof­andi í rúm­um sín­um, í þorp­inu Velika Ivanca sem er skammt frá höfuðborg­inni Belgrad. Að voðaverk­inu loknu skaut hann á eig­in­konu sína og skaut sjálf­an sig í höfuðið. Eig­in­kon­an lifði af og er ekki al­var­lega særð, en skot­maður­inn er í lífs­hættu.

Ekki er vitað hvað mann­in­um gekk til.

Starfs­menn kirkju­g­arðsins í bæn­um und­ir­búa nú sam­eig­in­lega út­för fólks­ins, sem mun lík­lega verða hald­in í lok vik­unn­ar. 

Frétt mbl.is: Skaut ætt­ingja og vini til bana

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

  • Engin mynd til af bloggara Ásgrím­ur Hart­manns­son: Ha?
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert