Mikill eldsvoði í Björgvin

Frá Björgvin í Noregi. Af vef Wikipedia.
Frá Björgvin í Noregi. Af vef Wikipedia.

Allt tiltækt slökkvilið hefur verið kallað út í Björgvin í Noregi vega stórbruna en eldur logar á þremur stöðum í miðborginni í nokkrum timburhúsum. Búið er að rýma nokkur hús og er lögregla og slökkvilið á staðnum.

Húsin þar sem eldurinn logar standa við Brendenbecksmauet rétt við Lille Øvregate. Einnig við Kong Oscars-götu. Sjónarvottar segjast hafa séð þykkan svartan reykjarmökk stíga til himins.

Allir eldarnir loga á svipuðu svæði í miðborginni en skammt er á milli húsanna.

Lögreglan er búin að loka götum og er unnið að því að rýma byggingar. Strætisvagnar hafa verið sendir á vettvang fyrir íbúa.

Fjölmennt lið slökkviliðsmanna er á vettvangi.

Á vef norska ríkisútvarpsins má sjá myndskeið frá vettvangi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert