Var útskúfað eftir hópnauðgun

Rehtaeh Parsons.
Rehtaeh Parsons.

Sautján ára kanadísk stúlka Rehta­eh Par­sons sem var hópnauðgað af fjór­um mönn­um sem síðan dreifðu mynd­um af árás­inni, lést fyr­ir eig­in hendi á sunnu­dag­inn. For­eldr­ar henn­ar segja hana aldrei hafa náð sér eft­ir at­b­urðinn, sem varð til þess að henni var út­skúfað úr sam­fé­lag­inu.

Í frétt The Huff­ingt­on Post seg­ir að Rehta­eh, sem var bú­sett í Nova Scotia, hafi orðið skot­spónn skóla­fé­laga sinna og ná­granna eft­ir að fjór­ir skóla­fé­lag­ar henn­ar nauðguðu henni í par­tíi í nóv­em­ber árið 2011, þegar hún var 15 ára. Einn þeirra tók mynd­ir af öðrum er hann nauðgaði henni og þær voru síðan látn­ar ganga manna á milli, á net­inu og á sam­skiptamiðlum.

Sjálf mundi hún lítið eft­ir árás­inni vegna ölv­un­ar, en vin­ir henn­ar sneru við henni bak­inu og hún varð fyr­ir linnu­lausri áreitni vegna þessa.

Áreitn­in varð svo mik­il, að for­eldr­ar henn­ar ákváðu að flytja á brott til annarr­ar borg­ar. Of­sókn­un­um linnti þó ekki, því hún fékk áfram skila­boð og hót­an­ir á net­inu og í síma.

Málið var kært, en látið niður falla vegna skorts á sönn­un­um. Há­vær­ar kröf­ur eru nú uppi um að málið verði tekið upp að nýju.

Í síðustu viku gerði Rehta­eh til­raun til að taka eigið líf. Hún lést ekki þá, en varð fyr­ir var­an­leg­um skaða og lést síðan á sunnu­dag­inn.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka