Frestur sem stjórnvöld í Portúgal og á Írlandi hafa til að greiða upp neyðarlánin sem þau fengu hefur verið lengdur um sjö ár.
Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn veittu Írum neyðarlán árið 2010 og Portúgölum ári síðar.
Fjármálaráðherra evruríkjanna 17 samþykktu skilyrði samkomulagsins á fundi sínum í Dyflinni í dag.
Ráðherrarnir segja að 10 milljarða evra neyðarlán ESB til Kýpur bíði nú samþykkis aðildarríkjanna. Talið er að það gæti fengið grænt ljós í lok þessa mánaðar og að fyrstu greiðslurnar geti borist Kýpverjum um miðjan næsta mánuð, þ.e. ef AGS samþykki samkomulagið sömuleiðis.