Fögnuðu andláti Thatcher á Trafalgar-torgi

And­stæðing­ar Mar­grét­ar Thatcher, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, fjöl­menntu á Trafal­g­ar-torgi í miðborg Lund­úna í kvöld til að fagna and­láti henn­ar. Talið er að nokk­ur hundruð manns hafi komið sam­an á torg­inu í kvöld.

Náms­menn, vinst­ris­innaðir aðgerðarsinn­ar og fyrr­ver­andi námu­verka­menn, sem lögðu niður störf í eitt ár til að mó­mæla rík­is­stjórn Thatcher á ní­unda ára­tugn­um, skáluðu sam­an í höfuðborg­inni í kvöld.

Hóp­ur­inn gekk um göt­ur með eft­ir­mynd af Thatcher sem var m.a. búin til úr app­el­sínu­gul­um plast­pok­um.

Fjöl­mennt lið lög­reglu­manna var í viðbragðsstöðu en fyrr í þess­ari viku brut­ust út átök á nokkr­um stöðum eft­ir frétt­ir bár­ust af and­láti Thatcher. Hún lést af völd­um heila­blóðfalls 8. apríl sl., 87 ára að aldri.

AFP-frétta­stof­an seg­ir að stemn­ing­in á Trafal­g­ar-torgi í kvöld hafi frem­ur minnt á kjöt­kveðju­hátíð held­ur en óeirðir. Fólk á öll­um aldri kom sam­an til að dansa, syngja og blása í flaut­ur. At­hygli vek­ur að marg­ir þeirra sem tóku þátt í kvöld voru ekki einu sinni fædd­ir þegar Thatcher lét af völd­um árið 1990.

Lög­regl­an hand­tók alls fimm ein­stak­linga sem þóttu haga sér ósæmi­lega og voru und­ir áhrif­um áfeng­is.

Hluti hóps­ins sem kom sam­an á torg­inu í kvöld ætl­ar að taka þátt í mót­mæl­um sem verið er að skipu­leggja fyr­ir út­för Thatcher, sem fram fer 17. apríl nk. Þeir hyggj­ast standa fylktu liði og snúa baki í kist­una þegar ekið verður með hana um göt­ur Lund­úna­borg­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert