Frumvarpi um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja hefur verið hafnað á þýska þinginu. Meðal þeirra sem settu sig upp á móti frumvarpinu voru kristilegir demókratar, flokkur Angelu Merkel kanslara.
320 voru á andsnúnir, en 277 hlynntir frumvarpinu sem hefur valdið miklum umræðum í þýska þinginu. Kristina Schröder heimilismálaráðherra, er á móti kvótanum en hefur hvatt fyrirtæki til að setja sér sjálf sínar eigin kynjakvótareglur þegar kemur að stjórnum fyrirtækjanna.
Stjórnarandstæðingar hafa sótt hart að Merkel og sagt það þversögn að flokkurinn hafi samþykkt ályktun um að kynjakvótar í stjórnum fyrirtækja myndu verða innleiddir árið 2020 en þeir séu andsnúnir slíku fyrirkomulagi nú.
Der Spiegel segir frá.