Myndir af grunuðum sprengjumönnum birtar

Bandaríska alríkislögreglan, FBI, hefur birt myndbandsupptöku og myndir af tveimur mönnum sem grunaðir eru um aðild að sprengjuárásinni í Boston á mánudaginn. Óskar FBI eftir aðstoð almennings við að  bera kennsl á mennina.

Tvímenningarnir náðust á öryggismyndavélar í miðborg Boston, nærri vettvangi sprenginganna. Annar þeirra ber dökka derhúfu á höfði en hinn hvíta. Myndgæðin eru með ágætum.

„Einhver þarna úti þekkir þessa menn,“ hefur Boston Globe eftir rannsóknarlögreglumanninum Richard DesLauriers. Hann varar við því að mennirnir séu taldir vopnaðir og hættulegir.

Maðurinn með hvítu derhúfuna sést á myndbandsupptökunni skilja svarta tösku eftir á vettvangi örfáum mínútum áður en sprengjurnar sprungu. Talið er að sprengjurnar hafi báðar verið í svörtum töskum.

FBI sendi einnig frá sér upptökur úr öryggismyndavélum þar sem mennirnir sjást, sbr. hér að neðan:

Annar hinna grunuðu sem eftirlýstir eru vegna sprengjuárásarinnar í Boston.
Annar hinna grunuðu sem eftirlýstir eru vegna sprengjuárásarinnar í Boston.
Maðurinn með hvítu húfuna.
Maðurinn með hvítu húfuna. -
Annar hinna grunuðu.
Annar hinna grunuðu.
Fulltrúar FBI afhjúpa myndirnar af hinum grunuðu í Boston.
Fulltrúar FBI afhjúpa myndirnar af hinum grunuðu í Boston. AFP
Fulltrúar FBI afhjúpa myndirnar af hinum grunuðu í Boston.
Fulltrúar FBI afhjúpa myndirnar af hinum grunuðu í Boston. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert