Bandaríkin auka stuðning við stjórnarandstöðuna

John Kerry
John Kerry AFP

Bandaríkin munu tvöfalda fjárhagsaðstoð sína við stjórnarandstöðuna í Sýrlandi, segir John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Alls munu Bandaríkin leggja til 250 milljónir Bandaríkjadala.

Kerry segir að Bandaríkin muni ekki styðja stjórnarandstöðuna með hergögnum.

Þetta kom fram í máli ráðherrans á fundi „Vina Sýrlands“ sem nú stendur yfir í Istanabul í Tyrklandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert