Forsætisráðherra Breta í seinni heimstyrjöldinni, Winston Churchill, skipar efsta sætið yfir helstu leiðtoga sögunnar að mati 1.300 forstjóra sem PricewaterhouseCoopers (PwC) spurði álits. Margaret Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, er eina konan sem kemst á lista yfir tíu helstu leiðtogana en hún er í sjöunda sæti listans.
Steve Jobs, stofnandi Apple, er í öðru sæti listans, indverska frelsishetjan Mahatma Gandí er í þriðja sæti og Nelson Mandela, fyrrverandi forseti Suður-Afríku, er í fjórða sæti listans. Jack Welch, sem stýrði General Electric í tuttugu ár, er í fimmta sæti.
Fyrrverandi Bandaríkjaforsetar eru áberandi á listanum en Abraham Lincoln er í sjötta sæti, Ronald Reagan er í áttunda sæti, John F. Kennedy í níunda og Bill Clinton er í því tíunda ásamt Napoleon Bonaparte.