„Þetta er ekki svalt, þetta er hættulegt“

Margir unglingar taka kanil-áskorunina en hún getur verið hættuleg.
Margir unglingar taka kanil-áskorunina en hún getur verið hættuleg.

Það getur verið mjög skaðlegt að gleypa kanil en annað slagið ríður yfir æði meðal unglinga sem mana hver annan upp í að fylla skeið af kanil og kyngja.

Læknar hafa hins vegar áhyggjur af þessu og hafa þeir sem starfa í Bandaríkjunum varað við því að uppátækið sé mjög skaðlegt.

Æðið gengur út á það að gleypa það sem svarar til teskeiðar eða matskeiðar af þurrum kanil. Margir setja svo myndbönd af uppátækinu á YouTube.

En í rannsókn sem birt verður í maíhefti vísindatímaritsins Pediatrics segir að 30 bandarísk ungmenni hafi þurft á læknishjálp að halda í fyrra eftir að hafa gleypt kryddið.

Kanill er búinn til úr trjáberki. Í honum geta verið grófar nálar sem geta gert göt á lungun.

Önnur einkenni af þessu uppátæki geta verið erting í hálsi og öndunarerfiðleikar. Þá eru dæmi um að lungun falli saman.

Læknirinn Stephen Pont segir að niðurstöður rannsóknarinnar séu ákall til foreldra og lækna að taka á þessu vandamáli.

Í frétt Sky segir frá Dejah Reed sem er sextán ára og þurfti að dvelja í fjóra daga á sjúkrahúsi eftir að hafa tekið „kaniláskoruninni“. Hún á enn erfitt með andardrátt. „Ég var skellihlæjandi og hóstaði kanilnum upp og dró hann svo ofan í lungun. Ég gat ekki andað,“ lýsir hún.

Hún segist hafa lesið um áskorunina á Facebook og taldi svalt að prófa hana. „En þetta er ekki svalt, þetta er hættulegt,“ segir hún.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert