Þýskir evruandstæðingar með 19% fylgi

AFP

Þýski stjórn­mála­flokk­ur­inn AfD (Alternati­ve für Deutsch­land) mæl­ist með 19,2% stuðning sam­kvæmt niður­stöðum nýrr­ar skoðana­könn­un­ar en þing­kosn­ing­ar fara fram í Þýskalandi 22. sept­em­ber næst­kom­andi. Þetta kem­ur fram á frétta­vef þýska viðskipta­blaðsins Hand­els­blatt í dag.

Flokk­ur­inn var sett­ur á lagg­irn­ar fyrr á þessu ári en helsta stefnu­mál hans er að Þýska­land seg­ir skilið við evru­svæðið og taki þýska markið upp á nýj­an leik. Tals­menn hans, sem marg­ir hverj­ir eru þekkt­ir hag­fræðing­ar, segja að evr­an hafi mis­heppn­ast sem gjald­miðill og ógni samrunaþró­un­inni í Evr­ópu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert