Berbrjósta konur skvettu vatni á biskupinn

Berbrjósta konur úr samtökunum FEMEN mótmæltu skoðunum belgíska erkibiskupsins Andre-Joseph Leonard þegar Leonard ætlaði í gær að halda fyrirlestur í háskóla í Brussel um samkynhneigð. Leonard hefur fordæmt samkynhneigð opinberlega.

Konurnar kölluðu ókvæðisorð að Leonard og skvettu vatni á hann. Í yfirlýsingu frá FEMEN segir að biskupinn hafi staðið fyrir hatursáróðri í skjóli trúar. FEMEN segist berjast gegn trúaráróðri sem byggi á ofbeldi, fordómum gegn samkynhneigð og tilraunum til að hefta frelsi kvenna í skjóli trúarinnar.

Leonard brást rólegur við þessari uppákomu og baðst fyrir meðan konurnar heltu vatni yfir hann.

„Samkynhneigð er ekki það sama og eðlilegt kynlíf, ekki frekar en anorexia [lystarstol] felur ekki í sér eðlilega matarlyst,“ sagði Leonard í sjónvarpsviðtali fyrir skömmu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert