Opnað fyrir klám í Suður-Afríku

Bandaríska klámmyndaleikkonan Jesse Jane mynduð í bak og fyrir í …
Bandaríska klámmyndaleikkonan Jesse Jane mynduð í bak og fyrir í Cannes. AFP

Útvarpsráð Suður-Afríku hefur í fyrsta sinn leyft dreifingu sjónvarpsstöðva á klámefni. Margir hópar hafa gagnrýnt ákvörðunina.

Í ákvörðun útvarpsráðsins segir að ekkert í lögum Suður-Afríku banni framleiðslu og dreifingu á klámefni. Þrjár stöðvar munu þegar hefja dreifingu klámefnis, Playboy TV, Desire TV og Private Spice.

Útvarpsráðið segir að margir hópar hafi sent inn umsagnir vegna málsins og gagnrýnt ákvörðunina.

Til stóð að hefja útsendingu klámsins í fyrra en Hæstiréttur landsins vildi að útvarpsráð tæki málið fyrir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert