Rómverjar minnka við sig brauðið

Dagsgamalt braut á hálfvirði, segir á tilkynningu í bakaríi í …
Dagsgamalt braut á hálfvirði, segir á tilkynningu í bakaríi í Róm í dag. mbl.is/afp

Víðtæk og alltumvefjandi kreppa á Ítalíu hefur meðal annars haft þær afleiðingar í för með sér að landsmenn hafa orðið að minnka við sig í mat og öðrum nauðsynjum.

Af þeim sökum loka nú hefðbundin bakarí í röðum og önnur freista þess að laða til sín hartkeyrða neytendur með því að selja gamalt brauð á hálfvirði.

„Kreppumyljandi tilboð: Afgangsbrauð frá í gær á hálfvirði,“ stendur á skilti við bakarí á Trionfale markaðnum skammt frá Vatíkaninu. „Viðskiptavinir okkar hafa í talsverðan tíma spurt okkur í hálfum hljóðum hvort við gætum selt þeim dagsgamalt brauð á lægra verði til að drýgja tekjur sínar,“ segir eigandi bakarísins, Cesara Chiappini, við blaðið Il Messaggero í dag.

„Umfram allt eru það lífeyrisþegar sem spyrja en ungar mæður líka. Í stað þess að borga 2,35 evrur spara þær 1,17 evru. Það er ekki mikið en fyrir það má þau kaupa kíló af grænmeti,“ bætir Chiappini við. 

Assopanificatori, landsamband brauðgerðarhúsa, upplýsir, að 60 bakaríum hafi verið lokað í róm í fyrra og framleiðslan minnkað um 10%. Það segja þau til marks um að Rómverjar spari við sig í brauð- og matarkaupum.

Helstu bændasamtök Ítalíu, Coldiretti, heldur því fram, að árið 2012 hafi níu prósent Rómverja dregið fram lífið á matargjöfum hjálparsamtaka.

Nýleg rannsókn ítölsku hagstofunnar, Istat, leiddi í ljós, að 71% Ítala hafi breytt um lifnaðarhætti af völdum kreppunnar og kaupi bæði minna af matvælum og gæðaminni.

Dagsgamalt braut á hálfvirði í hill bakarís í Róm í …
Dagsgamalt braut á hálfvirði í hill bakarís í Róm í dag. mbl.is/afp
Afgreiðslustúlka í bakaríi í Róm teygir sig upp í hilluna …
Afgreiðslustúlka í bakaríi í Róm teygir sig upp í hilluna með gamla brauðinu. mbl.is/afp
Dagsgamalt braut á hálfvirði í hill bakarís í Róm í …
Dagsgamalt braut á hálfvirði í hill bakarís í Róm í dag. mbl.is/afp
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert