Útför Thatcher kostaði 645 milljónir

Kista Thatcher á leið um götur Lundúna.
Kista Thatcher á leið um götur Lundúna. AFP

Forsætisráðuneyti Bretlands áætlar að útför Margaretar Thatcher hafi kostað skattgreiðendur 3,6 milljónir punda eða um 645 milljónir króna. Jafnvegleg opinber útför hefur ekki verið haldin frá því Winston Churchill var lagður til hvílu. Heildarkostnaður útfararinnar hefur enn ekki verið staðfestur. 

Þetta kemur fram í frétt á vef Sky-sjónvarpsstöðvarinnar.

Nokkrum þúsundum var boðið til útfararinnar í dómkirkju heilags Páls. Þá var Elísabet Bretlandsdrottning viðstödd útförina.

Forsætisráðuneytið tekur fram að fjölskylda Thatcher muni greiða hluta reikningsins, m.a. fyrir blómaskreytingar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert