Vilja ekki eitt innistæðutryggingakerfi

Angela Merkel, kanslari Þýskalands.
Angela Merkel, kanslari Þýskalands. AFP

Þýsk stjórn­völd hafa lagst gegn hug­mynd­um um eitt inni­stæðutrygg­inga­kerfi fyr­ir allt Evr­ópu­sam­bandið eins og fyr­ir­ætlan­ir hafa verið um í tengsl­um við fyr­ir­hugað banka­banda­lag inn­an sam­bands­ins. Í það minnsta um sinn.

Frétta­veit­an Reu­ters seg­ir að ástæðan sé ótti ráðamanna í Þýskalandi við það að þýsk­um skatt­greiðend­um verði í gegn­um slíkt kerfi gert að greiða fyr­ir mis­tök banka í öðrum ríkj­um inn­an Evr­ópu­sam­bands­ins.

Vísað er í því sam­bandi í um­mæli sem Ang­ela Merkel, kansl­ari Þýska­lands, lét falla síðastliðinn fimmtu­dag í borg­inni Dres­den í suðaust­ur­hluta lands­ins þar sem hún viðraði þess­ar áhyggj­ur.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert