Sjóræningjar rændu fjórum

Sjóræningjar gerðu árás á flutningaskip við suðurströnd Nígeríu í dag. …
Sjóræningjar gerðu árás á flutningaskip við suðurströnd Nígeríu í dag. Mynd úr safni. AFP

Sjóræningjar gerðu í dag áhlaup á flutningaskip við suðurströnd Nígeríu og rændu fjórum skipverjum, reiðufé og varðhundi. Árásin var gerð af fjórtán vopnuðum sjóræningjum sem fóru um borð í skipið 45 sjómílur frá bænum Brass í Nígeríu.

Sjóræningjarnir brutu sér leið inn í öryggisherbergi skipsins og nældu sér í reiðufé. Þar næst höfðu þeir fjóra skipverja á brott með sér, en talið er að þeir séu frá Sri Lanka, Rússlandi og Búrma.

Árásum sjóræningja hefur fjölgað á þessu svæði undanfarin þrjú ár. Fórnarlömbum sjóræningjanna er oftast sleppt gegn lausnargjaldi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert