Samdráttur varð í hagkerfi Spánverja á síðasta ársfjórðungi. Þetta er sjöundi ársfjórðungurinn í röð sem samdráttur er í hagkerfi landsins.
Samdrátturinn var upp á 0,5% miðað við ársfjórðunginn á undan. Í síðustu viku kom út spá frá spænskum stjórnvöldum um að hagkerfið myndi minnka um 1,3% á þessu ári.
Ekki er búist við því að hagvöxtur muni hefjast að nýju fyrr en á næsta ári.
Síðustu atvinnuleysistölur sýna að 27% eru án atvinnu. 57,2% atvinnuleysi er meðal þeirra sem eru 25 ára og yngri. 1,37% samdráttur varð á síðasta ári sem er versta samdráttarár Spánverja frá árinu 1970.
BBC segir frá.