Þýskum tannlækni var hafnað um að fá tannlæknaleyfið aftur eftir að hann fjarlægði 20 tennur úr viðskiptavini án vitundar hans.
Sjúklingurinn var sofandi á meðan tannlæknirinn greip til þessara afdrifaríku aðgerða. Auk þess að missa leyfi sitt fékk tannlæknirinn 8 mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir að hafa valdið sjúklingnum líkamlegu tjóni.
Tannlæknirinn missti starfsleyfið eftir að dómurinn féll. Hann áfrýjaði þeirri ákvörðun án árangurs.Segir í niðurstöðu nefndar skipuð sérfræðingum að ekki hafi verið sýnileg ástæða til að fjarlægja tennurnar.
Getur hann því ekki stundað tannlækningar hér eftir.