Allsherjarverkfall í Grikklandi

Grikkir hófu sólarhrings allsherjarverkfall á miðnætti og er búist við fjölmennum mótmælum víða um land í dag, á frídegi verkalýðsins.

Veruleg röskun verður hjá hinu opinbera í dag, svo sem almennings samgöngum og sjúkrahúsum en líkt og víðast annars staðar er 1. maí almennur frídagur.

Stéttarfélög sem standa fyrir verkfallinu krefjast þess að niðurskurði verði hætt og eins verði hætt við fyrirhugaðar skattahækkanir.

Ríkisstjórn landsins segir aðgerðirnar hins vegar nauðsynlegar til þess að koma Grikklandi út úr djúpri fjármálakreppu en samdráttur hefur ríkt í Grikklandi í sex ár í röð, samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins.

AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert