Líta á verkafólk sem peningavélar

Tugir þúsunda tóku þátt í kröfugöngum í Bangladess í dag þar sem þess var meðal annars krafist að eigandi verksmiðjuhúsnæðis sem hrundi fyrir viku í Dhaka og eigendur fataverksmiðja sem þar voru verði líflátnir. Óttast er að meira en fimm hundruð hafi látist þegar húsið hrundi.

„Húsið hrundi vegna þess að eigandi þess skeytti í engu um byggingareglugerðir. En hann er ekki sá eini sem sekur er um manndráp heldur einnig eigendur verksmiðjanna í húsinu, kaupendur fatnaðarins sem var framleiddur þar og stjórnvöld,“ segir Babdul Akhter, verkalýðsforingi. „Alþjóðleg fatamerki eru framleidd í Bangladess vegna þess að hér má finna ódýrt vinnuafl. Og það er ekki litið á verkamenn sem manneskjur heldur tól til að skapa hagnað, peningavélar.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert