Skaut 2 ára systur sína til bana

22 kalíbera riffill.
22 kalíbera riffill.

Fimm ára gamall bandarískur drengur skaut á þriðjudag tveggja ára systur sína til bana með 22. kalíbera riffli sem drengurinn hafði fengið að gjöf. Atvikið átti sér stað í dreifbýli, Cumberland sýslu, í Kentucky. Stúlkan var flutt á sjúkrahús þar sem hún var úrskurðuð látin.

Að því er segir í bandarískum miðlum var móðir barnanna að þrífa húsið og þurfti þá að bregða sér aðeins út á stétt. „Hún sagðist ekki hafa verið lengur úti en í þrjár mínútur, þá heyrði hún þegar hleypt var af riflinum,“ sagði Gary White dánardómstjóri í samtali við fjölmiðla.

Drengurinn fékk riffilinn að gjöf í fyrra og var hann geymdur í húsinu en foreldrar hans áttuðu sig ekki á því að skot væri í honum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert