Dó í rússneskri rúllettu

Sænsk kona dó eftir að hafa tekið þátt í rússneskri rúllettu í heimahúsi í Gautaborg í mars. Konan sem var 48 ára tók þátt í athæfinu ásamt 23 ára karlmanni sem  kom með byssuna í gleðskap.

Byssan var með einni byssukúlu og byrjaði karlmaðurinn á því að beina byssunni að höfði sínu áður en konan gerði slíkt hið sama með fyrrgreindum afleiðingum.

Maðurinn segist hafa farið á klósettið þegar hann heyrði tekið í gikkinn einu sinni og svo aftur en í það skiptið fór kúlan úr byssuhlaupinu. Maðurinn hefur verið ákærður fyrir manndráp, fíkniefnanotkun og vopnaeign. Maðurinn  neitar ásökunum um manndráp en gengst við hinum ásökunum. 

The Local segir frá.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert