Kínversk yfirvöld hafa handtekið um 900 manns vegna kjöthneykslis. Fólkið er m.a. sakað um að hafa selt rottu- og refakjöt sem nautakjöt.
Aðgerðir yfirvalda vegna málsins hafa staðið yfir í þrjá mánuði en mikið er nú rætt um matvælaöryggi í landinu. M.a. hefur komist upp um endurunna matarolíu og hættuleg efni í þurrmjólkurdufti.
Fólkið er ákært fyrir að hafa m.a. sprautað vatni í kjöt, að selja rottu- og refakjöt sem nautakjöt og að selja eitraðar og hættulegar kjötafurðir.
904 voru handteknir og yfir 20 þúsund tonn af ýmiskonar kjötvörum gerð upptæk.