Breski Sjálfstæðisflokkurinn, UKIP, vann stórsigur í sveitastjórnarkosningum sem fram fóru í Bretlandi í dag.
Útlit er fyrir að flokkurinn bæti við sig 140 sveitastjórnarsætum en alls eru 2300 sæti í boði. Hann fékk alls 23% allra atkvæða. Verkamannaflokkurinn fékk flest atkvæði eða 29% atkvæða en Íhaldsflokkurinn fékk litlu meira en UKIP eða 25% og tapaði miklu fylgi.
Breski sjálfstæðisflokkurinn berst meðal annars fyrir því að Bretar segi sig úr Evrópusambandinu.
Kosningarnar taka til 27 sýslna í Bretlandi. David Cameron forsætisráðherra segir að Íhaldsflokksins bíði mikið verk að endurheimta traust kjósenda fyrir kosningar á landsvísu.