Heilinn á bak við rán aldarinnar látinn

Einungis um 10% upphæðarinnar úr ráininu fékkst endurheimt.
Einungis um 10% upphæðarinnar úr ráininu fékkst endurheimt. AFP

Marc Armando, maðurinn sem talinn er vera heilinn á bakvið það sem Frakkar kalla „rán aldarinnar“ er látinn. Hann hengdi sig í fangaklefa eftir að hafa verið handtekinn fyrir eiturlyfjasmygl.

Armando, sem var 56 ára þegar hann lést, var dæmdur í 18 ára fangelsi fyrir sinn þátt í stærsta bankaráni sögunnar í Frakklandi. Ránið átti sér stað árið 1992 í Touloun en þjófarnir komust á brott með 146 milljónir franka, sem jafngildir 22 milljónum evra á gengi dagsins í dag en það jafngildir rúmum 3,3 milljörðum króna. Einungis um tíund þeirrar upphæðar endurheimtist.

 Armando var handtekinn í Hollandi fyrir sölu og smygl eiturlyfja í apríl en var svo framseldur til Frakklands skömmu síðar. Hann fannst látinn í fangaklefa sínum á föstudag einungis nokkrum klukkustundum eftir að hann var færður til vistunar í fangelsi í Marseille.  

The Local segir frá.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert