Ráðherra í einn dag

Michaela Biancofiore
Michaela Biancofiore

Michaela Biancofi­ore, sem tók við sem jafn­rétt­is­málaráðherra Ítal­íu í gær, sagði af sér í dag vegna um­mæla sem hún lét falla um sam­kyn­hneigða.

Biancofi­ore sagði í viðtali við ít­alskt dag­blað að sam­kyn­hneigðir gætu að nokkru leyti kennt sjálf­um sér um þá mis­mun­un sem þeir byggju við vegna þess að þeir hópuðu sig sam­an. Í viðtal­inu var Biancofi­ore að svara gagn­rýni mann­rétt­inda­sam­taka á af­stöðu henn­ar til sam­kyn­hneigðra. Hún sagði í viðtal­inu að hún væri hlynnt borg­ar­legri vígslu sam­kyn­hneigðra en væri al­farið á móti því að þeim yrði leyft að ganga í hjóna­band.

Biancofi­ore tók í gær við sem jafn­rétt­is­málaráðherra. Hún kem­ur úr hægri­flokki Sil­vio Berlusconi. Ráðherratíð henn­ar varð hins veg­ar stutt.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert