Ráðherra í einn dag

Michaela Biancofiore
Michaela Biancofiore

Michaela Biancofiore, sem tók við sem jafnréttismálaráðherra Ítalíu í gær, sagði af sér í dag vegna ummæla sem hún lét falla um samkynhneigða.

Biancofiore sagði í viðtali við ítalskt dagblað að samkynhneigðir gætu að nokkru leyti kennt sjálfum sér um þá mismunun sem þeir byggju við vegna þess að þeir hópuðu sig saman. Í viðtalinu var Biancofiore að svara gagnrýni mannréttindasamtaka á afstöðu hennar til samkynhneigðra. Hún sagði í viðtalinu að hún væri hlynnt borgarlegri vígslu samkynhneigðra en væri alfarið á móti því að þeim yrði leyft að ganga í hjónaband.

Biancofiore tók í gær við sem jafnréttismálaráðherra. Hún kemur úr hægriflokki Silvio Berlusconi. Ráðherratíð hennar varð hins vegar stutt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert