Staðfesta árásir á Sýrland

Sprengja fellur í Damaskus. Myndin er úr safni.
Sprengja fellur í Damaskus. Myndin er úr safni. AFP

Ísraelar hafa staðfest að þeir hafi skotið úr lofti á Sýrland. Samkvæmt heimildum bandarískra embættismanna var skotmarkið vopnasending til líbanskra skæruliða.

CNN sjónvarpsstöðin segist hafa heimildir fyrir því að í fyrrinótt hafi árásin átt sér stað en það var ekki fyrr en nú í morgun að Ísraelar staðfestu árásina, að því er fram kemur á vef Breska ríkisútvarpsins. Þeir höfðu í gær neitað að tjá sig um málið.

Líbanski herinn segir að ísraelskar herflugvélar hafi komið inn í lofthelgi landsins þrisvar sinnum aðfararnótt föstudags. 

Heimildum bar í morgun ekki saman um hvort að árásin á Sýrland hafi átt sér stað. Þingmaður Repúblikana í Suður-Karólínu, Lindsey Graham, segir að Ísraelar hafi skotið úr lofti á Sýrland. Hvíta húsið hefur ekki tjáð sig um málið.

„Ísrael varpaði í nótt sprengjum á Sýrland,“ er haft eftir Graham.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert