N-Kóreumenn taka niður eldflaugar

Kim Jong-Un ræðir við herforingja sína.
Kim Jong-Un ræðir við herforingja sína. KCNA VIA KNS

Norður Kórea hef­ur tekið niður tvær eld­flaug­ar sem hafa verið í skot­stöðu und­an­farn­ar vik­ur. Þetta er talið merki um að held­ur sé að draga úr þeirri spennu sem verið hef­ur á Kór­eu-skaga.

Stjórn­völd í N-Kór­eu létu flytja tvö flug­skeyti til aust­ur­strand­ar lands­ins fyr­ir um ein­um mánuði. Jafn­framt hótuðu þau að gera loft­árás­ir á Banda­rík­in.

Musu­dan-eld­flaug­ar N-Kór­eu­manna eru lang­dræg­ar, en talið er hægt sé að skjóta þeim 1500-2500 míl­ur. Það þýðir að hægt er að skjóta þeim til her­stöðvar Banda­ríkj­anna á Guam-eyju.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert