Norður Kórea hefur tekið niður tvær eldflaugar sem hafa verið í skotstöðu undanfarnar vikur. Þetta er talið merki um að heldur sé að draga úr þeirri spennu sem verið hefur á Kóreu-skaga.
Stjórnvöld í N-Kóreu létu flytja tvö flugskeyti til austurstrandar landsins fyrir um einum mánuði. Jafnframt hótuðu þau að gera loftárásir á Bandaríkin.
Musudan-eldflaugar N-Kóreumanna eru langdrægar, en talið er hægt sé að skjóta þeim 1500-2500 mílur. Það þýðir að hægt er að skjóta þeim til herstöðvar Bandaríkjanna á Guam-eyju.