Rúm milljón fluttist til Þýskalands

Efnahagsástandinu í Grikklandi mótmælt.
Efnahagsástandinu í Grikklandi mótmælt. AFP

Mikill fjöldi fólks frá ríkjum Evrópusambandsins í Suður-Evrópu hefur flutt til Þýskalandi á undanförnum árum vegna efnahagserfiðleikanna á evrusvæðinu.

Fram kemur í frétt bandaríska viðskiptablaðsins Wall Street Journal að á síðasta ári hafi rúmlega ein milljón manna flutt til Þýskalands frá öðrum ríkjum samkvæmt nýjum upplýsingum frá þýsku hagstofunni.

Fleira fólk hefur ekki flutt til landsins á einu ári undanfarin 17 ár en mest aukning er frá evruríkjum í Suður-Evrópu eins og Spáni, Grikklandi, Portúgal og Ítalíu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert