Vill lækka kynlífsaldur í 13 ár

Stuart Hall, er 83 ára gamall. Hann hefur játað að …
Stuart Hall, er 83 ára gamall. Hann hefur játað að hafa brotið gegn 13 stúlkum á aldrinum 9 til 17ára. Brotin áttu sér stað á árunum 1967-1986. STEFAN ROUSSEAU

Þekktur lögmaður í Bretlandi, Barbara Hewson, hefur lagt til að lögum verði breytt á þann hátt að kynlífsaldur verði færður niður í 13 ár. Hún segir þetta skref nauðsynlegt til að binda enda á saksókn á hendur gömlum mönnum vegna atvika sem gerðust fyrir mörgum árum.

Á undanförnum vikum hafa nokkrir þekktir menn í Bretlandi verið yfirheyrðir og ákærðir fyrir kynferðisbrot gegn ungum stúlkum. Lögregla hóf rannsókn á þessum málum í kjölfar upplýninga um að sjónvarpsmaðurinn Jimmy Savile hefði brotið gegn fjölda stúlkna. Savile lést árið 2011, en rannsóknin hófst eftir andlát hans.

Hewson sagði í viðtali við tímaritið Spiked að hún væri þeirrar skoðunar að lækka ætti kynlífsaldur niður í 13 ár. Hún vísaði þar sérstaklega til máls sjónvarpsmannsins Stuarts Hall, sem ákærður hefur verið fyrir að nauðga konu og brjóta gegn þrettán öðrum.

Hewson sagði að það ætti ekki að refsa mönnum fyrir „að káfa á brjóstum sautján ára stúlku eða fyrir að kyssa þrettán ára stúlku eða fyrir að stinga hendinni upp undir pils hjá sextán ára stúlku“. Ekki væri hægt að bera slík atvik saman við nauðgun, morð eða aðra alvarlega glæpi. Sá sem héldi slíku fram hefði misst tengsl við raunveruleikann. 

NSPCC, sem eru samtök sem berjast fyrir réttindum barna sem orðið hafa fyrir kynferðislegu ofbeldi, segja að yfirlýsingar Hewson séu gamaldags og byggist á vanþekkingu. Greint er frá þessu máli í frétt á BBC.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert