Hóta kjósendum blóðbaði

00:00
00:00

Taliban­ar hafa varað kjós­end­ur í þing­kosn­ing­un­um í Pak­ist­an við blóðbaði á kjör­stöðum sem opna á morg­un. Taliban­ar hafa staðið að fjöl­mörg­um til­ræðum að und­an­förnu og hafa vel á annað hundrað manns látið lífið í þeim. Örygg­is­gæsla er gríðarleg í land­inu vegna hót­ana Talib­ana. 

Ban Ki-moon, fram­kvæmda­stjóri Sam­einuðu þjóðanna, hef­ur lýst yfir áhyggj­um af stöðu mála í land­inu og hvet­ur Pak­ist­ana til að ganga friðsam­lega að kjör­borði án til­lits til trú­ar­skoðana, þjóðern­is eða kyns.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert