Talibanar hafa varað kjósendur í þingkosningunum í Pakistan við blóðbaði á kjörstöðum sem opna á morgun. Talibanar hafa staðið að fjölmörgum tilræðum að undanförnu og hafa vel á annað hundrað manns látið lífið í þeim. Öryggisgæsla er gríðarleg í landinu vegna hótana Talibana.
Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur lýst yfir áhyggjum af stöðu mála í landinu og hvetur Pakistana til að ganga friðsamlega að kjörborði án tillits til trúarskoðana, þjóðernis eða kyns.