Íhaldið gerir uppreisn

David Cameron horfir íbygginn út um glugga flugvélar. Mynd úr …
David Cameron horfir íbygginn út um glugga flugvélar. Mynd úr safni. ALEXEY NIKOLSKY

Dav­id Ca­meron, for­sæt­is­ráðherra Breta, stend­ur frammi fyr­ir erfiðri at­kvæðagreiðslu á miðviku­dag­inn, þar sem út­lit er fyr­ir að um 100 þing­menn Íhalds­flokks­ins muni kjósa með þings­álykt­un­ar­til­lögu þar sem það er harmað að stefnuræða drottn­ing­ar­inn­ar hafi ekki inni­haldið lof­orð um at­kvæðagreiðslu um aðild Bret­lands að Evr­ópu­sam­band­inu.

John Baron, þingmaður Íhalds­flokks­ins sem and­stæður er Evr­ópu­sam­bandsaðild Bret­lands, lagði fram til­lög­una. Ca­meron hef­ur lofað því að nái Íhalds­flokk­ur­inn meiri­hluta í þing­kosn­ing­un­um 2015 verði hald­in at­kvæðagreiðsla um aðild­ina en marg­ir inn­an flokks­ins telja það ekki nóg. Ca­meron er í erfiðri stöðu því að Íhalds­flokk­ur­inn er nú í sam­steypu­stjórn með frjáls­lynd­um demó­kröt­um, sem styðja áfram­hald­andi aðild. 

Þó að skrif­stofa for­sæt­is­ráðherr­ans hafi gefið út að Ca­meron sé ró­leg­ur yfir at­kvæðagreiðslunni hafa þær fregn­ir verið í sunnu­dags­blöðum Breta að ráðherr­um hafi verið sagt að þeir mættu ekki und­ir nokkr­um kring­um­stæðum kjósa með til­lög­unni. For­dæma­laust sé að ráðherr­ar myndu greiða at­kvæði með til­lögu sem bein­ist gegn stefnuræðu rík­is­stjórn­arin­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert