Neita aðild að árás í Tyrklandi

Omran al-Zohbi
Omran al-Zohbi -

Sýrlensk stjórnvöld hafna því alfarið að árásin sem gerð var í tyrkneska landamærabænum Reyhanli hafi verið á ábyrgð þeirra. Innanríkisráðherra Tyrklands sagði í gær að borin hefðu verið kennsl á mennina sem stóðu að árásunum og að þeir hefðu tengsl sýrlensk stjórnvöld.

„Sýrland stóð ekki að árásinni og myndi aldrei koma að slíku voðaverki þar sem það gengur gegn gildum okkar,“ sagði Omran al-Zohbi upplýsingamálaráðherra á blaðamannafundi sem sýrlenska ríkissjónvarpið sýndi frá.

Hann bætti því við að Recep Tayyip Erdogan, forsætisráðherra Tyrklands, ætti að líta í eigin barm. „Hann og flokkur hans bera fulla ábyrgð á þessu ódæði.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert