Fordæma mannátsmyndskeið

Mannréttindasamtökin Human Rights Watch og stjórnarandstæðingar í Sýrlandi, Sýrlenska þjóðarráðið, hafa fordæmt óhugnanlegt myndskeið sem sýnir sýrlenskan uppreisnarmann skera hjartað úr stjórnarhermanni og borða það.

Í yfirlýsingu frá Sýrlenska þjóðarráðinu kemur fram að myndskeiðinu hafi verið dreift á samfélagsmiðlum og af alþjóðlegum fréttastofum. Þar komi fram að uppreisnarmaður fremji voðaverkið í Homs. Sýrlenska þjóðarráðið fordæmir verknaðinn harðlega, ef hann er sannur, og segir í yfirlýsingunni að þetta brjóti gegn gildum og siðferði Sýrlendinga sem og Frelsishers Sýrlands.

Samkvæmt upplýsingum frá Human Rights Watch er maðurinn sem fremur voðaverkið liðsmaður vígamanna í Homs héraði og hann hafi fyrr á árinu skotið af handahófi á þorpsbúa í Líbanon. Segja samtökin að það sé ekki nóg að stjórnarandstaðan fordæmi verknaðinn heldur verði hún að gera eitthvað til að koma í veg fyrir að svona hryllingur gerist.

Í myndskeiðinu sést  Abu Sakkar, sem er yfirmaður í sveit Omar al-Farouq al-Mustakila  standa við lík af hermanni í einkennisbúningi.  Í myndskeiðinu segir hann fylkingu sína verja við nafn Guðs að þeir muni borða hjörtu og lifur hermanna Bashar al-Assads forseta. Eftir að hafa látið ummælin falla sker hann hjartað úr hermanninum og virðist ætla að leggja sér hjartað í munn þegar myndskeiðinu lýkur.

Óstaðfestar fregnir um mannát

Sífellt fleiri fréttir berast af voðaverkum sem stríðandi fylkingar í …
Sífellt fleiri fréttir berast af voðaverkum sem stríðandi fylkingar í Sýrlandi eru sagðar hafa framið AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert