Grænlendingar mæta ekki á fund Norðurheimskautsráðsins í Kiruna í Svíþjóð eftir að Svíar neita að samþykkja Grænland sem aðildarþjóð að ráðinu.
Aleqa Hammond, formaður landstjórnarinnar, segir í viðtalið við grænlenska dagblaðið Sermistiaq að áður en Svíar tóku við formennsku í Norðurheimskautsráðinu árið 2011 hafi Danir haft þrjú sæti að ráðinu, fyrir hönd Danmerkur, Færeyja og Grænlands.
Þegar Svíar hafi tekið við formennskunni hafi sambandsveldið danska einungis fengið einu sæti úthlutað. Því fái Grænlendingar og Færeyingar ekki sæti við samningaborðið. Hún segist óttast að þegar Kanadamenn taki við stjórnarformennskunni verði staðan sú sama og nú.
Ísland á aðild að Norðurheimskautsráðinu ásamt Kanada, Danmörku, Finnlandi, Noregi, Rússlandi og Bandaríkjunum. Utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Rússlands, John Kerry og Sergei Lavrov voru meðal gesta á ráðstefnunni í gær.