Evrópa dragbítur á Póllandi

Kröfuganga verkalýðsins 1. maí í Varsjá í Póllandi.
Kröfuganga verkalýðsins 1. maí í Varsjá í Póllandi. AFP

Pólland er eina ríki Evrópusambandsins þar sem verið hefur óslitinn hagvöxtur undanfarna tvo áratugi. Í ár hægist þó á og mun hagvöxtur dragast saman í 1,2%, að sögn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, en aukast ögn 2014 og verða 2,2% að því gefnu að Evrópa í heild rétti úr kútnum.

Sérfræðingar AGS segja ástæðu minnkandi hagvaxtar í Póllandi vera vegna áhrifa frá erfiðleikum helstu viðskiptalanda Póllands á evrusvæðinu og vegur Þýskaland þar þyngst.

„Við eigum von á efnahagsbata á síðari helmingi ársins eftir því sem Evrópa sjálf styrkist og eftir því sem áhrifin af peningastefnunni fara að segja til sín,“ sagði Julie Kozack talsmaður AGS í Póllandi í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert