Breivik fær ekki að stofna fasistaflokk

Norski fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik.
Norski fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik. AFP

Norsk yfirvöld hafa hafnað beiðni norska fjöldamorðingjans Andres Behring Breivik um að fá skráðan fasískan stjórnmálaflokk í Noregi sem hann vill kalla Norska fasistaflokkinn og norræna bandalagið. Breivik er nú vistaður í einangrun í fangelsi í útjaðri Ósló höfuðborgar Noregs en hann myrti 77 manns í júlí 2011.

Fram kemur í frétt AFP að beiðninni hafi verið hafnað á þeim forsendum að nauðsynlega pappíra hafi vantað auk þess sem Breivik hefði ekki sýnt fram á að flokkurinn nyti nægs stuðnings.

Haft er eftir Mette Siri Brønmo hjá norsku félagaskránni að til þess að stofna félag þurfi í það minnsta tveir að vera í því en í þessu tilfelli sé aðeins um Breivik að ræða. Lögmaður Breivik segir hins vegar að hann ætli að gera aðra tilraun til þess að fá félagið skráð.

Þá segir í fréttinni að talsvert meira mál sé að stofna stjórnmálaflokk í Noregi en venjulegt félag en til þess þurfi 5.000 formlega stuðningsmenn. Þar með eigi flokkur rétt á greiðslum úr opinberum sjóðum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert